|
Úff, þá er maður bara kominn heim. Ég fór nefnilega með familíunni til Akureyrar í gær (skrópaði í skólunum mínum til þess arna) að sjá Kolbrúnu frænku leika (aðalhutverk) í leikriti með Leikfélagi Akureyrar. Leikritið heitr Hversdagslegt kraftaverk og er um galdrakarl sem breytir birni í mann (sem er leikinn af bróður Daða sem ég vann með í sumar. FYNDIÐ!!!) en ef prinsessa (leikin af Kolbrúnu) verður ástfangin af honum og kyssir hann þá breytist hann aftur í björn. Og auðvitað verða þau ástfangin og í kring um það spinnast fyndin og fjörug ævintýri. Þetta var því miður lokasýning þannig að það er of seint núna að fara og sjá þetta meistarastykki.
Ég var heima hjá verslógelluni að horfa á söngvakeppni sjónvarpsins. Finnst ykkur ekki Hauður vera svolítið færeyskt nafn? Vinkona hinnar verslógellunnar kom og hún heitir Hauður og ég hélt að hún væri færeysk og talaði alltaf svona skýrt og frekar hægt við hana þar til að ég uppgötvaði að hún er bara rammíslensk. Já, svona er þetta, maður á það til að dæma bara manneskjur eftir nafninu. Jamm og jæja. En ég er aftur að fara í leikhús annað kvöld og ekki verður það síðra. Hið rómaða leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir Örlagasystur (linkurinn á síðu leikfélagsins er hér til hliðar). Ég hlakka ægilega til!!!!
Jamm, nú er ég að hugsa um að fara í bólið til að reyna að ná úr mér þessu bölvaða kvefi.
Ég þefa af ykkur senna!
skrifað af Runa Vala
kl: 00:56
|
|
|